25.10.2007 | 11:38
Frábærar myndir komnar á netið!
Hæbb
Til að skoða helling af myndum frá Tinnu (takk Tinna), smellið á eftirfarandi link
setjið password "benni" í efsta password-kassann og njótið vel.
ath! Það er hægt að vista niður frá þessari síðu á barnaland.is til 24.nóvember. Ekki gleyma að vista þessar frábæru minningar áður en aðgangur lokast.!
Bloggar | Breytt 26.10.2007 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 11:36
Þetta fer að gerast !
Hæ aftur
Ég á von á því að einhverjar djamm-myndir detti inn í þessari viku. Þolinmæði er dyggð krakkar mínir.
ATH! Það er komin ný mappa sem heitir 13.okt. Nokkrar myndir voru að detta inn en von er á miklu fleiri myndum innan skamms.
kv
BG
Bloggar | Breytt 24.10.2007 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 08:20
Takk fyrir síðast !
Takk fyrir frábært kvöld.
Vonandi hafa allir skemmt sér vel (ég veit að ég skemmti mér a.m.k mjög vel)
Það voru teknar fullt af myndum um kvöldið og við munum senda ykkur upplýsingar hvar hægt er að nálgast þær, um leið og þær eru tilbúnar (og ritskoðaðar !)
Sjáumst eftir 5 ár, 41 árs og einhverjir orðnir afar / ömmur.
Endilega smellið á "athugasemdir hér að neðan og tjáið ykkur um kvöldið góða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.10.2007 | 13:24
Stuð, stuð og ennþá meira stuð!
Jæja rúsínubangsarnir mínir.
Nú eru ekki nema 57 klst í gleðina okkar og mig er farið að klæja í Act-skóna!
Langar til að henda fram nokkrum punktum til að vera með allt á hreinu.
- Það verður boðið upp á kaldan bjór, Breezer, gos og léttvín í partýhúsunum. Fólki er bent á að koma með eigið áfengi ef hugurinn stefnir á sterkari drykki
- Gafl-inn opnar kl.22:00. Rútan ætti að vera að lenda akkúrat um það leyti.
- Þar sem partýin eru úber-stutt, biðjum við fólk að mæta stundvíslega í þau. Ekki vera klassískir Íslendingar og mæta 20:45 þegar mæting er sett kl. 19:00.
- Maturinn kemur 19:15 í partýin. Ekkert rosalega fancy-pancy en allir ættu vonandi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
- Auðvitað kýlum við upp stemminguna í rútunni með nokkrum köldum en það er EKKI ætlast til þess að fólk taki með sér áfengi inn á Gafl-inn. Barinn verður opinn með guðaveigar.
- Hvet fólk til að koma með eitthvað atriði. Má vera hvað sem er.
- Ballið verður í gangi á meðan einhver stemming er í gangi. Enginn ákveðinn lokatími settur á okkur
- Verið búin að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 12:00 á föstudaginn 12.okt.
- Við gætum fengið að sjá einhverja gamla kennara á ballinu!
- og að lokum........................Þ-ið er langbesti bekkurinn!!!
Hlakka mikið til að sjá ykkur öll
kv
Ben Lebon
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2007 | 14:12
8 dagar í fjörið!
Nú styttist óðum í fjörið og það er óhætt að segja að stemmingin sé að magnast.
Hörkufín mæting að myndast og allir staðráðnir í að skemmta sér og öðrum þessa góðu kvöldstund.
Vil vekja athygli á einu.....
Það eru einhverjir sem hafa hugsað sér að borga bara á staðnum en það er eiginlega alls ekki það sem við höfðum í huga. Okkur í nefndinni langar mikið til að vera gjörsamlega laus allra mála laugardagskvöldið og skemmta okkur án þess að hugsa um einhverjar leiðindakrónur.
Ný skoðanakönnun er komin í loftið og snýst um tónlistina sem spiluð verður 13.okt
Nýjar myndir í "vidomyndir" og "skidaferd 1986" njótið vel! 08.10.07
Allir að kjósa !
Bloggar | Breytt 8.10.2007 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 10:07
Upp með sokkana gott fólk!
Enn er tími til að opna
heimabankann og græja borgun.
Ekki draga lappirnar, það eyðileggur kínaskóna ykkar !
Nýjar myndir í "Þórsmörk vor 1987" og "Vidomyndir"
Einhverjir hafa kvartað yfir því að erfitt sé að skoða myndirnar. EKKI smella á myndirnar á forsíðunni, heldur á linkinn "Myndaalbúm" hér efst til vinstri. Þá getið þið flakkað um möppurnar á auðveldan máta. Enjoy!
Bloggar | Breytt 5.10.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 12:08
MONEY, MONEY, MONEY.
Hæ aftur
Það væri mjög gott ef þið gætuð farið að kíkja á þann möguleika að greiða fyrir kvöldið góða.
Það hjálpar okkur ansi mikið við skipulagningu ef þið gangið frá þessu máli sem fyrst.
Munið reikninginn 3.000kr inn á 1101-05-400696, kt.270771-4169
Reyndar held ég að X-ið hafi óvart fengið boð um að leggja inn á annan reikning en það er líka allt í góðu. Báðir reikningar virka
ATH! 10 nýjar myndir í albúminu "Vídómyndir"
Bloggar | Breytt 5.10.2007 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 14:38
Ný skoðanakönnun
Endilega kjósið hér niðri til vinstri.
Nú verður endanlega úr því skorið hvort að Duran Duran séu betri en Wham!
Sjálfur kom ég út úr skápnum varðandi Duran Duran (frábið mig öllum kommentum um að koma út úr fleiri skápum) þegar meistararnir mættu á klakann.
kv.
Ben LeBon
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 09:35
Atriði óskast !!
Hellú
Nú erum við að leita að einhverju hæfileikafólki til að vera með atriði á skemmtuninni 13.október.
Ef þú ert dansari, söngvari, leikari, brúðustjórnandi, trúður, eldgleypir, strippari, kraftakarl, töframaður, sögumaður eða bara einstaklingur með einhverskonar hæfileika sem þú vilt koma á framfæri, þá viljum við endilega sjá þig og heyra!
Stefnt er að því að hver bekkur verði með eitt atriði og nú er tækifæri til að sýna hinum slúbbertunum hvaða bekkur er langbestur !
Endilega hafið samband við begretarsson@actavis.com til að koma ykkur á framfæri og hver veit, kannski er næsti Kalli Bjarni í okkar hóp........ok, kannski ekki Kalli Bjarni en þið skiljið hvað ég meina.
Virðing
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 10:11
Dagskráin fyrir 13.okt
Kæri skólafélagi
Í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá útskrift okkar frá Víðistaðaskóla, ætlum við að skvetta ærlega úr gömlu 80´s klaufunum og skemmta okkur saman eina kvöldstund. Dagsetningin sem um ræðir er laugardagskvöldið 13.október 2007.
Dagskrá:
19:00 21:00 Bekkjarpartý
Hver bekkur mun halda eitt gott bekkjarpartý til að hressa upp á minningarnar og losa pínulítið um málbeinið. Eitthvað matarkyns verður pantað og aldrei að vita nema einhverjar fljótandi veitingar fylgi með. Eftirfarandi heimilsföng eru staðsetningar bekkjarpartýa og hverjir eru gestgjafar.
Þ Brekkutúni 13 Kóp. Tinna Stefánsdóttir
X Furuás 10 Gbær Kristján Henrýsson
V Laufvangur 3 Hf. Þuríður Eggertsdóttir
Y Hvammabraut 2 Hf. Erla Óskarsdóttir
Z Háahvammi 11 Hf. Sigríður Ólafsdóttir
21:00 21:30 Rútuferð í sal
Eðal-langferðabifreið mun keyra á milli húsa, sækja partýgesti þangað og koma þeim hressum á áfangastað.
21.30 ? Endurfundir hjá útskriftarárgangi 1987
Endurfundirnir fara fram í hinum goðsagnarkennda veislusal Gafls-ins í Hafnarfirði
Dagskráin verður auðvitað margbreytileg.
- Skemmtiatriði
- DJ spilar okkar tónlist í bland við nýrra efni.
- Stemmingin verður fönguð á myndir sem birtast svo á heimasíðunni
- Léttar veitingar, dansað þar til gervimjöðmin gefur sig o.fl, o.fl
Þar sem við erum öll komin yfir tvítugt mun barinn vera opinn fram á nótt. Makar velkomnir eftir miðnætti !
Því miður er ekki hægt að halda svona skemmtun án kostnaðar og því hefur verið ákveðið að hafa gjaldið 3.000kr á mann. Innifalið í því eru veitingar í partý, rútuferðin, léttar veitingar í sal og allt sem tengist skemmtuninni í Gaflinum. Ekki þarf að greiða fyrir maka. Vinsamlegast leggið inn 3.000kr inn á 1101-05-400696, kt.270771-4169 ekki seinna en 04.október 2007.
Allar nánari upplýsingar gefa Benni 697-6414, Bússý 691-6562, Erla 844-8141, Margrét 555-2624 og Unnur 861-9701. Einnig minnum við á heimasíðuna okkar http://vido1971.blog.is þar sem hægt er að skoða allt mögulegt. Við vonumst til að sjá ykkur öll í góða skapinu !
Nefndin
ps. Vek athygli á því að glænýjar myndir voru að bætast við í dag (17.09.07) í albúmin "skiðaferð-1986" og "Þórsmörk-vor 1986". Njótið vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Víðó-class of ´87
Tenglar
Okkar tónlist!!
Nokkur góð myndbönd frá sokkabandsárunum. Enjoy!
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar