Færsluflokkur: Bloggar
15.9.2007 | 13:19
Smá update !
Hæ hæ
Endanleg dagskrá hefur nú þegar verið send á einhvern hluta af ykkur og restin fær hana senda strax á mánudaginn. Einnig verður dagskráin sett hérna inn á síðuna þá.
Vil vekja athygli á því að það voru að lenda 7 nýjar myndir. Það er komið nýtt albúm sem heitir "Þórsmörk 1986" og geymir 4 myndir úr því skemmtilega ferðalagi.
Svo eru 3 nýjar myndir undir möppunni "Víðómyndir"
Góða skemmtun !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 09:07
Dagsetning ákveðin
Loksins, loksins, loksins !!
Við erum búin að negla niður dagsetningu sem ekki verður hætt við.
13 október er dagurinn sem við ætlum að hittast. Takið kvöldið frá í dagatalinu og byrjið að gramsa eftir krumpu-járninu og legghlífunum.
Nánari dagskrá verður auglýst hér bráðlega og ég vil endilega hvetja fólk til að tjá sig hér inni og senda mér myndir.
Vil vekja athygli á skoðanakönnun hér til vinstri við myndirnar. Hvet fólk til að taka þátt.
Og í lokin ætla ég að vitna í Svölu Björgvins í klassísku jólalagi..."Mér hlakkar svo til"
(bið íslenskufræðinga afsökunar á þessari stafsetningu)
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2007 | 09:43
Hvar erum við núna??
Hæ aftur
Það væri gaman að því ef fólk myndi smella hérna á "athugasemdir" að neðan og skrifa smá upplýsingar um sig árið 2007.
T.d við hvað það er að vinna, hversu mörgum gríslingum það hefur komið í heiminn o.s.frv.
Gæti verið gaman að sjá hvert straumurinn hefur legið í atvinnumálum, hversu mörg börn árgangurinn hefur skaffað o.s.frv
Það má alveg skrifa inn nafnlaust líka, ef fólk er feimið.
Ath, Linkurinn til að skrifa athugasemdir er aftur virkur. Endilega segið aðeins frá því sem á daga ykkar hefur drifið síðan 1987!
Endilega haldið áfram að senda mér myndir á begretarsson@actavis.com
Bloggar | Breytt 3.9.2007 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
18.4.2007 | 09:57
Árgangur ´71 !
Hæ hó alle sammen!
Þetta er bara pínku prufa á því að opna blog-síðu fyrir skrílinn sem labbaði út úr hinni glæstu byggingu, Víðistaðaskóla, vorið 1987.
Það eru sem sagt 20 ár liðin síðan við löbbuðum í kínaskóm með þokkalega blásið hár út í lífið og nú ætlum við að hittast og fagna þessum merku tímamótum hjá árgangi 1971.
Búið er að stofna undirbúningsteymi fyrir fagnaðinn og hann samanstendur af 5 fulltrúum, einum úr hverjum bekk. Þess ber að geta að við erum að einblína á "gömlu góðu" bekkina, áður en okkur var skipt upp eins og hænum í sláturhúsi. Við erum....
Þ Benni Grétars
Z Bússý
Y Unnur L.Bryde
V Erla
X Magga Ben.
Hugmyndin er að slá upp 5 bekkjarpartýum og hittast svo öll einhversstaðar í góðum samkomusal. Þá ættu allir að vera búnir að drekka úr sér mesta hrollinn og stuðið getur hafist!
Við munum setja inn myndir frá okkar sokkabandsárum, spjalla hérna á blogginu og keyra upp stemminguna áður en hittingurinn á sér stað í haust.
Endilega sendið mér myndir ef þið eigið þær til á tölvutæku formi á netfangið begretarsson@actavis.is Ég set þær svo inn á síðuna.
Bloggar | Breytt 23.4.2007 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Víðó-class of ´87
Tenglar
Okkar tónlist!!
Nokkur góð myndbönd frá sokkabandsárunum. Enjoy!
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar