Árgangur ´71 !

Hæ hó alle sammen!

 Þetta er bara pínku prufa á því að opna blog-síðu fyrir skrílinn sem labbaði út úr hinni glæstu byggingu, Víðistaðaskóla, vorið 1987.

 Það eru sem sagt 20 ár liðin síðan við löbbuðum í kínaskóm með þokkalega blásið hár út í lífið og nú ætlum við að hittast og fagna þessum merku tímamótum hjá árgangi 1971.

 Búið er að stofna undirbúningsteymi fyrir fagnaðinn og hann samanstendur af 5 fulltrúum, einum úr hverjum bekk.  Þess ber að geta að við erum að einblína á "gömlu góðu" bekkina, áður en okkur var skipt upp eins og hænum í sláturhúsi.  Við erum....

Þ   Benni Grétars 

Z   Bússý

Y   Unnur L.Bryde

V   Erla

X   Magga Ben.

 Hugmyndin er að slá upp 5 bekkjarpartýum og hittast svo öll einhversstaðar í góðum samkomusal. Þá ættu allir að vera búnir að drekka úr sér mesta hrollinn og stuðið getur hafist! Cool

 Við munum setja inn myndir frá okkar sokkabandsárum, spjalla hérna á blogginu og keyra upp stemminguna áður en hittingurinn á sér stað í haust.

 Endilega sendið mér myndir ef þið eigið þær til á tölvutæku formi á netfangið begretarsson@actavis.is   Ég set þær svo inn á síðuna.  Wizard


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Simon LeBon

Raggi húsvörður mætir!  

Simon LeBon, 18.4.2007 kl. 10:29

2 identicon

Verið er að vinna í því að fá hörku D.J á svæðið.  Hlakka mikið til!

Benni (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 10:37

3 identicon

Halló halló,

er ekki neinn með  ????

koma svo setja inn myndir af blásna toppnum og axlapúðum!!!!!!

Unnur Lára Bryde (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:39

4 identicon

Sæl veri þið.
Þetta verður spennandi og enn skemmtilegra að halda úti svona síðu. Ég sat hérna með yngstu dóttur mína í fanginu og við hlustuðum á nokkur lög. Paul Young og fleiri. Hristum hausinn í takt, önnur eitt stórt smile en hin með snuddu. Mikið hlakkar mig til.  
 Mikið líður þetta fljótt  en síðast er við hittumst vorum við þrítug en núna eru bara fjögur ár í fertugt!!  Hmm... kannski óþarfa athugasemd.  
b.kv. Margrét Drífa.

Margrét Drífa (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:36

5 identicon

Hvet alla til að skrifa í athugasemdir, það er gaman fyrir okkur öll að vita hver er að kíkja inná síðuna..Hlakka til að sjá ykkur öll..

Erla Björk Hjartardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Víðó-class of ´87

Höfundur

Simon LeBon
Simon LeBon

Nýjustu myndir

  • ...2982_edited
  • ...2981_edited
  • ...img_2980
  • ...2979_edited
  • ...img_2976

Spurt er

Hvernig tónlist á að spila 13.okt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband