Hvar erum við núna??

Hæ aftur

Það væri gaman að því ef fólk myndi smella hérna á "athugasemdir" að neðan og skrifa smá upplýsingar um sig árið 2007.

T.d við hvað það er að vinna, hversu mörgum gríslingum það hefur komið í heiminn o.s.frv.

Gæti verið gaman að sjá hvert straumurinn hefur legið í atvinnumálum, hversu mörg börn árgangurinn hefur skaffað o.s.frv

Það má alveg skrifa inn nafnlaust líka, ef fólk er feimið.

 

Ath, Linkurinn til að skrifa athugasemdir er aftur virkur. Endilega segið aðeins frá því sem á daga ykkar hefur drifið síðan 1987! 

 

 

Endilega haldið áfram að senda mér myndir á begretarsson@actavis.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Simon LeBon

Ég vinn hjá Actavis í (haldið ykkur fast!) "Breytinga- og tæknisamningadeild skráningasviðs"

Á kærustu en enga gríslinga.

kv.  Benni

Simon LeBon, 7.5.2007 kl. 09:47

2 identicon

Það hreinlega hrúgast inn póstarnir!!

  

Benni (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Ég er giftur og barnlaus, ég man að Garðar kenndi mér í líffræði hvernig ætti að búa til börn en það hefur fennt í sporin og ég get ekki munað hvernig þetta er gert. (á einhver gömlu glósurnar??)

Ég hef undanfarin 10 ár starfað við dagskrárgerð í útvarpi og nú síðast meðfram námi í óperusöng.  Ég kláraði burtfararpróf í því síðarnefnda í vor sem leið og flyt til Salzburgar í Austurríki í haust og hygg á frekara nám í þeim fræðunum.

Ásgeir Páll Ágústsson, 7.5.2007 kl. 17:58

4 identicon

Hæ öll....

Ég greinilega hef fylgst afar vel með í líffræðitímum hjá Garðari, því ég eignaðist barn  mjög ung, ég lét það ekki stoppa mig..Enda á ég góða að. ...

Ég hef starfað með unglingum síðan 1990, fyrst í félagsmiðstöðinni Vitanum, þar var ég í 4 ár.

Síðan var komið að því að mennta sig, þá lá leiðin til Sverige þar sem ég menntaði mig í Félagsmálafræðum. Ég bjó í svíþjóð í 4 góð og skemmtileg ár. Vann þar á meðferðarheimili og félagsmiðstöð. Eftir að ég flutti heim fór ég að stafa í félagsmiðst.geiranum og eining hjá féló.

Í dag á ég 3 gutta Hjört 19 ára, Henning Darra 9 ára og Patrik Orra 7 ára, svo á ég nátturulega mann sem er eldgamal eða 39 ára.

Ég trúi ekki að það séu liðin 20 ár frá því að við vorum í grunnskóla. Einhvern vegin er það þaning að maður er svo ungur en-já maður er víst ekki deginum eldri en maður fíla sig!!!

Ég skora á alla að segja eitthvað frá sjálfum sér...Það er gaman að lesa hvað aðrir hafa verið að bralla í lífinu.

Hlakka til að sjá og leika við ykkur öll.

Erla Björk Hjartardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 19:44

5 identicon

Hæ hæ öll sömul,
Ég (Bússý) missti alveg af allri kynfræðslu þar sem ég var ekki í tímum hjá Garðari heldur Rannveigu. Öll orka Rannveigar fór í að kenna strákunum kynfræðslu og túbera sig :O) nei nei ég segi nú bara svona þar sem ég var aðeins 19 ára ólétt af fyrsta barninu. Ég valdi einföldu leiðina og giftist skólabróðir mínum....gerir ríjúníonin skemmtilegri.
En við eigum alls fjögur börn, Söru Rakel 16 ára, Matthildi 9 ára, Hebu 6 ára, Hinrik Veigar 4 ára og svo tvo ketti Snoppu og Tóbías sem eru hálfs árs. Við búum á Blómvöllunum í Hafnarfirði ásamt heilum helling af skólafélögum okkar.
Hinrik starfar hjá Actavis Group og ég er í mastersnámi í félagsráðgjöf við HÍ.

En hvernig var það svo, var ekki þemað að vera með permó og túberað hár í haust stelpur?
Og þið strákar var það ekki aðeins of stuttar buxur og hvítir sokkar, ekki má gleyma brillentíninu?

Ég er sammála Erlu það verður voða gaman að leika við ykkur í haust

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir (Bússý) (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:27

6 identicon

Jæja komiði sæl,

ég held að ég sé með vísitölufjölskyldu, 2 börn, Jói 14 ára og Allý 5 ára, og með sama manninum !!! frekar gamaldags, er að síga í 18 ár með Stebba mínum.

Er pínu ráðvillt um hvað ég ætla verða þegar ég verð fullorðin, nýbyrjuð í skóla aftur !

Hef starfað sem flugfreyja í 10 ár og rekið Bianco skóverslanirnar í næstum 7ár með vinkonu minni.

Þannig að núna er bara rólegt hjá mér er að fljúga, í HR og reka 2 búðir!!!  Verð að fara finna mér eitthvað áhugamál !

Hlakka mikið til að sjá allt liðið í haust, merkilegt hvað margir búa enn í Hafnarfirði en samt hittir maður fáa á förnum vegi.

Kveðja,

Unnur 

Unnur Lára (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:39

7 identicon

Hæ hæ

Ég held að ég hafi nú ekkert fylgst mikið betur með í kynfræðslu en Bússý frænka mín hérna fyrir ofan.  En ég er gift og á þrjár frábærar stelpur,  Söndru Björk 14 ára, Elísu Björgu 12 ára og Ólafíu Björt 6 ára og búum í Hafnarfirði.  Eftir Flensborg, MH og eitthvað af barneignum lá leiðin í KÍ og er núna grunn- og leikskólakennari.  Ég fékk ekki nóg af KÍ og fór í framhaldsdeildina og kláraði stjórnun menntastofnanna og núna starfa ég í Hraunvallaskóla - leikskóla sem aðstoðarskólastjóri.  En nóg um mig og mína ég hlakka mikið til að hitta hópinn í haust og Bússý mín: ekkert permó takk ! sendi bráðum inn nokkrar myndir af þér með permó og látum það duga !!!

kveðja Sigríður Óla

Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:41

8 identicon

Sæl og blessuð,

ég er auðvitað ennþá tvítug og var því að eignast mitt fyrsta barn fyrir þremur mánuðum. Það er stelpa sem heitir Katla. Ég er búin að gifta mig, sá heitir Kristján Valur og vinnur hann hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Kláraði stúdentinn frá Kvennó, vann á hóteli í Svartaskógi,  7 ár á leikskóla, fór Au-pair til Madridar, bjó í Berlín í 4 ár og flutti heim 2003. Er núna að klára Uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ.Er einmitt í prófalestri núna og þá er um að gera að finna sér eitthvað til dundurs. Já og bý í Hafnarfirði.

Hlakka mikið til að hitta alla í haust.

Bestu kveðjur, Erla Óskarsdóttir

Erla Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:39

9 identicon

Sæl og blessuð

Jæja þá, hvað er ég nú búin að vera að gera undanfarin 20 ár?

Jú, þegar Víðó lauk þá fór ég í Flensborg, eftir útskrift þaðan þá hef ég m.a. klárað BS-gráðu í stærðfræði, komið við í KÍ, búið í Stokkhólmi við nám í líftölfræði, unnið sem tölfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu og er nú komin aftur í Flensborg. Þar hef ég unnið sem stærðfræðikennari undanfarin 4 ár og líkar mjög vel. Ég tek líka þátt í nýjustu tískubylgju íslenskra kvenna og er að dútla við að vera í námi með vinnu.

Á þessu tíma hef ég líka náð mér í eiginmann (er í hópi gamaldags hópsins, sá sami í 15 ár) og eigum við tvo syni, 5 og 13 ára. Við höfum að mestu leyti búið í Hafnarfirði og í sönnum íslenskum anda þá byggðum við okkur hús í neðra Áslandinu (erum reyndar enn að ).

Kveðja
Anna


Sigurbjörg Anna Guðnadóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:06

10 identicon

Komið þið sæl öll!!

Já mér líst vel á þetta framtak hjá ykkur, gaman að lesa svona "update".  Af mér er það helst að frétta að ég var svo heppinn að giftast HERRA VÍÐÓ, honum Einari, og hann hefur bara ekkert breyst þessi elska .  Við byggðum okkur hús í Lindunum í Kópavogi og höfum búið þar sl. 10 ár.  Við eigum þrjár stelpur, Berglindi 11 ára, Fanneyju 8 ára og Katrínu 3 ára.  Ég lærði sjúkraþjálfun í HÍ og vinn í Orkuhúsinu. 

Hlakka til að hitta ykkur öll í haust,

kveðja, Björg Össurar

Björg Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:40

11 Smámynd: Tinna Stefánsdóttir

Sæl og blessuð

já smá update af mér.... eftirVíðó fór ég í Versló en flutti mig þaðan í FG. Eftir útskrift fór ég í ár til Bandaríkjanna sem au-pair sem var mjög skemmtilegt. Kom svo heim og fór að vinna, fljótlega eftir það kynntist ég manninum mínum honum Jóhannesi og fórum við að búa, eignuðumst Stefán (1996) og Þórdísi (1997), giftum okkur og fluttum í Kópavog. Fór í skrifstofu og tölvunám hjá NTV eftir að hafa verið heima með börnin í 4 ár. Ég hef ekki fest rætur í Hafnarfirði eins og svo margir og fæ stundum skammir fyrir það.  En við eignuðumst svo 3ja barnið 2005 strák sem heitir Magnús.  Ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir Kraftvélar og hef verið þar í rúm 6 ár.

jæja nóg í bili hlakka til að spjalla við ykkur öll í haust

kveðja

Tinna Stefánsdóttir

Tinna Stefánsdóttir, 9.5.2007 kl. 09:47

12 identicon

Sælt veri fólkið.

Svona í stuttu máli þá lærði ég matvælafræði í Hí eftir stúdentspróf.  Hef seinustu ár unnið hjá Hafrannsóknastofnuninni við erfðarannsóknir.  Byrjaði nýlega í skóla aftur og er að læra tölvunarfræði í HR.

 Ég  er í sambúð og á 3 börn.  Viktoría er 16 ára og var að ljúka samræmdu prófunum sínum í dag.  Steinar Þór er 14 ára og svo er litla örverpið og dekurrófan hann Magnús Dagur 7 mánaða. 

Þannig er 20 árum komið fyrir í 4 linum

Sjáumst í haust.

Þóra Dögg Jörundsdóttir

Þóra Dögg Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:37

13 identicon

Ég get kvittað undir það að Einar hefur ekkert breyst.....ekki frekar en ég

Benni (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 09:25

14 identicon

Það er gaman að heyra það að menn hafa lítið sem ekkert breyst...

Kveðja Diddi

Diddi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:31

15 identicon

Góðan dag.

 Gaman að lesa um gamla fólkið sitt, sem verður aldrei gamalt þar sem það er jafngamalt mér.

Þá þótti mér sérstaklega áhugavert að fá stærðfræðispurningu sem ruslpóstsvörn "Hver er summan af átta og sjö"....hmmm.

 Ég er búinn að vera í ýmsu á þessum tuttugu árum sem virðast vera liðin frá útskrift okkar.  Nældi mér í flott gen og giftist Björgu Össurardóttur. Við eigum Þrjár yndislegar dætur,Berglind,Fanney og Katrín, sem skiptast á að taka frekjuköst og fá allt sem þær vilja (svo lengi sem það er það sama og mamma vil leyfa þeim) og þess á milli eru þær eins og englar. 

Ég er með sveinspróf í húsasmíði og síðan er ég líka búinn með meistaraskólann. Er nú að klára Bs. í viðskiptafræði með sérhæfingu í logisticsí HR. og útskrifast um næstu áramót.

Við höfum bara átt heima í Fjallalind 65, sem við byrjuðum á því að bygga ´95, fengum lóðina ´94. og núna er ég búinn að vera með gæluverkefni sl. 3 ár, en það er að reyna að byggja sumarbústað fyrir fjölskylduna....og kallast verkefnið "Against all odds", vinir mínir tengja við þetta....enda hafa þeir fengið að taka þátt....."fengið"

Ég hef verið körfuknattleiksdómari síðan 1988 og úrvalsdeildardómari frá 1990, en tvö slys hafa gert það að verkum að ég er sennilega ekki að fara að dæma meira.......þá sérstakelga m.t.t. hálsbrotsins í fyrra, það var mjög erfitt og vona að enginn sem les þetta þurfi að upplifa það.

 Annars er ég bara hress, þrátt fyirr að hafa verið spurður hvort ég sé faðir konunnar minnar...... en hægt er að fá hina hliðina á sögunni á deild 1 a á bráðamóttöku .....verið með stafaspjald með ykkur og fullt af þolinmæði.

 Sjáumst hress.

Einar Einarsson 

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:50

16 identicon

 Guð hvað þetta er skemmtilegt...

Þó svo að mér finnist ekki vera 20 ár síðan við útskrifuðumst þá kemur þetta allt heim og saman þegar maður fer að rifja upp hvað maður sé nú búin að vera að sýsla undanfarin ár.

Fór í MR með smá millistoppi á Grikklandi.

Kenndi á skíði í Austurríki og fór svo í nám til Þýskalands (stjórnmálafr. ensku og þýsku) og kenndi áfram á skíði í öllum fríum. Kom heim 2001 entist hér í 2 ár flutti þá ólétt með manni mínum til Brussel þar sem við vorum í 2 ár.

Er s.s. gift honum Pétri mínum og á einn son, Benedikt 3 og einn á fæti, Hafliði 15 og ekki má nú gleyma kisunum Felix og Snúð. Búum í Hafnarfirði og ætlum að eiga heima þar eitthvað áfram þar til annað útland kallar. Vinn á þessum fína vinnustað, Actavis eins og fleiri skólafélagar okkar.

Hlakka til að sjá ykkur í haust

Margrét Ben

Margrét Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 15:38

17 identicon

Jæja þá er kominn tími á að maður kvitti fyrir hérna eftir að af kíkt inn nokkru sinnum og hlegið mig máttlausa yfir myndunum gvöð hvað við vorum lekker. Annar fór ég eins og nokkur okkar í flensborg, eignaðist dóttur eftir tvö ár þar (hún er að verða 18). Prófaði mig svo í hjúkrunarfræði en hætti við það. Vann í nokkur ár fór í Þroskaþjálfaskóla Íslands og útskrifaðist úr Kennó sem þroskaþjálfi 99, flutti svo til Noregs ári seinna og var að flytja heim í apríl og er að vinna á leikskóla. Reyndar náði mér í kall líka á þessum og gerði hann að heiðvirðum manni síðasta sumar. Erum ekki komin með fleiri börn og er flutt aftur til mömmu og pabba þangað til við fáum íbúðina okkar á Völlunum. Þegar maður lítur á þessa upptalningu hefur lítið gerst síðustu tuttugu árin.... en ég er samt farin að hlusta á meira en bara Duran Duran (þeim er nú samt enn þá skellt á í góðra vina hópi:)

sjáumst hress í haust

Ólöf 

Ólöf Haflína Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:08

18 identicon

Hæ hæ, 

Frábært framtak  það er ekkert smá gaman að skoða gamlar myndir og lesa um gamla skólafélaga.  Og ómægod hvað við vorum nú krúttleg og sæt þó að tískan hafi verið soldið lummuleg. 

 Eftir 9.bekk fór ég  í FG og svo eitt ár til Bandaríkjanna.  Frá 1994-2003 kynntist ég manni, gifti mig, eignaðist 3 stelpur (´94 og ´01) bjó í þýskalandi og Danmörku, lærði hársnyrti og skildi við manninn.  Í dag bý ég með manni og 4 dætrum, við eigum eina dóttir saman ´06,  og stórfjölskyldan er að byggja sér einbýlishús á völlunum í hfj city. 

 

Hlakka til að hitta ykkur öll í haust og rifja upp “hvað var málið með kínaskónna”

Rúna

Rúna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 11:55

19 identicon

Hæ öll,

Gaman að lesa hvað fólk hefur verið að gera síðustu 20 árin.

Ég var nú ekkert sérlega bráðþroska og man ég eftir því að síðasta veturinn í Víðó tók ég mér veikindafrí ásamt öðrum álíka þroskuðum í skólanum til að byggja dúfnakofa.

Ég man líka að þegar konan mín núverandi sá fermingamynd af mér og hún hélt að ég væri 9 ára á henni. Það segir nú sitt.

En nú er öldin önnur, nú fækkar hárunum (nema út úr eyrunum og nefinu) og eru sum byrjuð að grána þannig að ég held að það fari ekkert á milli mála hve gamall ég er í dag.

En annars ætlaði ég að segja lauslega frá hvað ég hef verið að gera síðustu 20 árin.
Eftir Víðó lá leið mín í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði ég þar húsasmíði
Eftir að hafa unnið við það í nokkur ár eða til 2000 þá flutti ég til Danmerkur með konunni minni og lærði þar byggingariðnfræði.

Við komum aftur til landsins 2003 og fluttum að sjálfsögðu í Hafnarfjörðinn.
Í dag vinn ég í Vídd í Kópavogi sem sölumaður.

Við hjónin eigum eitt barn, Andra Fannar sem að fæddist 7.September, 2006 og er hann að sjálfsögðu það yndislegasta sem að ég hef kynnst.
Hann er að sjálfsögðu búinn að læra öll mikilvægustu orðin eins og mamma, pabbi og Haukar.

Heyrðu Ásgeir Páll, hún Erla Björk Hjartardóttir er nágranni minn og hún hefur greinilega tekið vel eftir í líffræði þar sem að hún á hrúgu að börnum.
Ég fékk lánaðar glósurnar hennar sumarið 2005 og litli kallinn fæddist ekki löngu síðar.

Hafðu endilega samband við hana.

Sjáumst vonandi sem flest í haust.

Torfi

Torfi B Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:30

20 identicon

Jæja hvað er ég búin að gera síðustu 20 ár.

Nú eftir Víðó fór ég í Flensborg og lauk þaðan stúdentsprófi. Síðan lá leiðin í HÍ. Þar prófið ég nokkur fög en fann mig ekki. Þá vann ég hin ýmsu störf en ég fann mig ekki fyrr en ég fór að vinna hjá Skattinum en sem betur fer fyrir ykkur hin þá hætti ég þar eftir nokkra ára starf. (var dugleg í vinnunni)

Þá eignaðist ég mína prinsessu. Fallegasta, skemmtilegasta, þægasta og frábærasta barn í heimi. Hún verður 6 ára á árinu. Erfitt hefur reynst að eignast fleiri börn en við höldum ennþá í vonina um fleiri börn. Ég er búin að vera með sama manninum í 16 ár.

Svo gekk ekki að vera endalaust heima með prinsessuna svo hún var send á leikskóla en ég send á Reykjalund. Ég lenti í bílslysi árið 2000 og hef verið að glíma við afleyðingar þess og er svo heppin að vera öryrki. En ég lét samt ekki þar við liggja heldur skellti mér í nám í HR. Er í dag viðurkenndur bókari.

Nú þessa stundina erum við að flytja út úr íbúðinni okkar sem við höfum átt í 10 ár því við vorum að kaupa okkur fokelt raðhús sem við stefnum á að flytja inn í í sumar. Skemmtilegur tími framundann hjá okkur. Og auðvita á ég heima í Hafnafirði.

Gaman verður að hitta ykkur í haust.

kv. guðlaug

ps. ekki Gulla!!!!!!!!!!!!!

Guðlaug M Ingvadóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:14

21 Smámynd: Simon LeBon

Einhver benti mér á það að þetta væri nú hálf snautt hjá mér að ofan og því ætla ég að bæta úr því.

Eftir Víðó fór ég í Flensborg og kláraði með hreint rosalegum glans. Eftir það tóku við allskyns-störf (aðallega til borga niður skuldir útskriftarferðar) en 1995 labbaði ég inn í Delta hf og vann þar til 1999.

 Fór með Steingrími (Steinka) til Knoxville, USA í 10 vikur til að læra allt um veitingarekstur, kom heim og hjálpaði kallinum að reka Ruby Tuesday til 2002.  Bjó m.a á Akureyri og rak staðinn þar (sællar minningar)

Fékk nóg af frönskum kartöflum 2002 og fór aftur til Delta (síðar Actavis). Starfaði þar sem vaktstjóri í blöndun til okt.2006 en fór þá til Subway sem gæðastjóri.

Bátarnir voru ekki alveg málið og ég snéri aftur í Actavis-faðminn í mars 2007. Gegni nú starfi breytingafulltrúa á skráningasviði Actavis Group.

Er búinn að eiga nokkra "betri helminga"í gegnum tíðina en er nú í sambúð með ansi hreint góðum helming.  Búum í Kópavogi með engin gæludýr og enga krakkaorma.

 Hlakka mikið til að hitta ykkur öll og þið sem munið bara eftir mér sem leiðindarpésa, þá hef ég skánað.  

Simon LeBon, 25.5.2007 kl. 10:43

22 identicon

Benni, þú varst nú aldrei neinn leiðindapési

Svanur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:02

23 identicon

Hæ hæ allir. Var ég ekki örugglega í Víðó?

Mér var nú ekki boðið á síðasta hitting en ákvað að reyna að troða mér með í þennan. Kannski man engin eftir mér því að skólamætingin var ekki mín sterkasta hlið. Fór´í skóla lífsins og lærði að djamma og búa til börn. Á eina 18, einn 10 og prinsessu sem er að verða 6 og auðvitað kall og fiska.  Þroskaðist á efri árum (er samt bara 17) og lærði bókhald og vinn við það nokkra tíma á viku.  Byggði hús (horfði á kallinn byggja hús) á Völlunum og hitti Bússý alltaf í Bónus.  Ég hef haldið tryggð við minn heimabæ og alltaf búið í Hafnarfirði.

Hlakka til að sjá liðið í haust.

Kv Helga 5-Þ

Helga B. Sig (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 12:33

24 identicon

Sæl Helga

 Ég var einmitt að rúlla yfir fullan lista á 9.bekk 1987 í Víðó og þú ert EKKI á þeim lista.

Þá er allvega komin skýring á því hversvegna þú fékkst ekki boðskort síðast.

 Endilega sendu mér póst á begretarsson@actavis.com til að ég hafi þig í contact listanum mínum.

 Auðvitað áttir þú að vera síðast, við höfum nú brallað ýmislegt í gegnum tíðina "Þ-fólkið".  Við bætum úr því í september og þú átt inni skot hjá mér á barnum.

kv. Benni

Benni (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 14:37

25 identicon

Komið þið sæl öll.

Ætli það sé ekki kominn tími til að ég geri upp mín 20 ár síðan við vorum öll saman síðast. En eftir Víðó og eitt ár í Iðnskólanum fór í Flensuna og þaðan lá leiðin út á vinnumarkaðinn fyrst um sinn. En árið ´99 útskrifaðist ég sem tanntæknir og vann á tannlæknastofu í 5 ár. Er búin að vera heimavinnandi s.l 2 ár en þá eignaðist ég mitt 3 barn, en þau eru Alfreð (12 ára), Ásta Rakel (6 ára) og Arna Hrund (2 ára). Þó að mér finnist ótrúlegt að hugsa til þess að það séu 20 ár liðin frá því að maður var í Víðó þá finnst mér kannski ekki síður ótrúlegt að hugsa til þess að ég er búin að eiga sama manninn allann þennan tíma líka  og geri nú aðrir bara betur. Ég hef ekkert verið að leita út fyrir Hafnarfjörð bara búið í mínum heimabæ (er svo hrikalega jarðbundin), bjó á Holtinu í 12 ár og svo byggðum við einbýlishús á Völlunum eins og svo fleiri gamlir skólafélagar. Í haust er ég á leiðinni í nám, fjarnám í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, maður er bara eitthvað svo seinþroska eða lengi að ákveða sig hvað maður ætlar að verða þegar maður er orðinn stór enda er maður bara barnungur ennþá, ég veit að það eru allir sammála mér þar.

Ég hlakka mikið til að hitta ykkur öll í haust og mér finnst þetta frábær hugmynd að halda úti svona heimasíðu þar sem við getum náð að slípa okkur svolítið saman fyrir hittinginn. Þetta sparar manni heilmikið að þurfa ekki að vera að yfirheyra mannskapinn í haust um  hagi og annað, þannig náum við kannski líka að endurnýja kynnin betur en ella.

Hulda.

Hulda S. Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:24

26 identicon

Halló allir saman!

Frábært framtak að halda svona blogg síðu svo allir geti aðeins fylgst með ...og ekki síst við í útlöndunum!! 

Af mér er allt frábært að frétta .....síðastliðin 20 ár....vá!!!  Fylgdi Tinnu í versló og þaðan í FG og þaðan út í heim..(nokkrum sinnum).   Eignaðist minn fyrsta son Andra 1993, Daða 1998 gerðist flugfreyja (fylgdi drauminum...eða stendur það ekki örugglega í einhverri minningarbókinni?) og flutti svo til Luxembourgar 2001 og eignaðist það sama ár dóttur mína hana Ragnheiði Evu.  (Bússý skírði í höfuðið á mér svo ég gat ekki verið minni manneskja og skírði í höfuðið á henni)   Nei þetta var nú bara skemmtileg tilviljun.  En alla vega þarna var ég með 3 börn í Lux maðurinn minn að vinna hjá KB banka og mér fannst ég verða að finna mér e-hvað að gera svo ég dreif mig í nám í snyrtifræði í Trier í Þýskalandi.  Kláraði það og opnaði síðan smá stofu heima í kjallaranum.  Síðan er ég auðvitað á endalausum frönsku námskeiðum og orðin algjör golf fíkill.

Nú erum við búin að vera hér í rúm 6 ár erum búin að byggja okkar eigið hús og ég er með bumbuna út í loftið í 4 sinn og á semsagt að eiga þann 5 sept þannig að ég verð því miður að skippa re unioninu í þetta sinn.   

Enn og aftur frábært hjá ykkur og haldið áfram að senda myndir og upplýsingar um ykkur svo maður geti alla vega heilsað ef maður hittir ykkur í heimsóknum á Íslandi!!   

Bestu kveðjur  Heba

Heba (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 10:05

27 identicon

Úff... ég virðist skera mig allhressilega úr hópnum, á ekki mann og bý ekki í Hafnarfirði!  Verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum.

Frábær hugmynd að hittast í haust og mjög svo gott framtak, býst svo sem ekki við að eiga heimangegnt þar sem ég bý í útlandinu, en ég treysti því að það verði settar inn fullt af myndum af herlegheitunum svo að við sem heima sitjum getum fengið smá nasaþef af fjörinu.

Ég fór í Verzló og kláraði stúdentspróf þaðan með smá viðkomu í Bandaríkjunum sem skiptinemi.  Síðan tók við læknisfræði í HÍ, kláraði hana árið 2000 og hef síðustu ár verið við sérnám í hinu geysifjöruga Svíaríki, það sem varð fyrir valinu var háls-nef-og eyrnalækningar, klára eftir ár og reikna þá með að flytja heim.  Börn á ég, 2 stykki, Kötlu 10 ára og Sölva 7 ára.  Var gift, er skilin og bý hérna ein með ungana tvo, höfum það afskaplega gott og ljúft.

Góða skemmtun, ég mæti galvösk næst! Sigga Sveins

Sigga Sveins (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:05

28 identicon

Sæl öllsömul

Þetta er frábært framtak að setja upp þessa síðu og góð hugmynd að hittast í haust. Það sem ég er búin að gera á þessum 20 árum er ýmislegt. Ég fór í Flensborg síðan í Háskóla Íslands í félagsfræði. Eftir BA próf tók ég uppeldis og kennslufræði. Ég á mann (sá sama í 20 ár) og 3 börn. Þau heita: Anna Ágústa 13 ára (1994), Kári Þór 8 ára (1998) og Ágúst Jens 3 ára (2003). Við búum í Hafnarfirði í norðurbænum og það munaði litlu að við færum á Vellina eins og mér sýnist flestir hérna vera búsettir. Ég vann lengi á skrifstofu hjá Gunnars Majones með námi og á sumrin en eftir námið kenndi ég við Kópavogsskóla og við Flensborg við afleysingar. Ég hef síðan kennt við Víðistaðaskóla frá árinu 2000 en stefni á að komast að í framhaldsskóla síðar. Það er bara svo erfitt að slíta sig frá góðum vinnustaðamóral Ég ætla líka að mennta mig meira í framtíðinni.

Sjáumst hress í haust.

Kveðja Helga Ágústsdóttir

HelgaÁgústsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:03

29 identicon

Sæl öll

Af mér er allt fínt að frétta og fór ég svona sirka hefðbundna röð í þessu ... Víðó, Flensborg...... svo frí frá námi þar sem ég náði mér í kærasta í Flensborg sem síðar varð maðurinn minn og heitir hann Valur Bjarni Valsson og er hafnfirðingur með meiru. Eftir að hafa átt 3 börn þau Fanney, Kristján Braga og Hildi þá skellti ég mér í Kennó og hef lokið þaðan 2 árum. Nú hygg ég á flutninga á vellina þar sem ég er að byggja mér slot.... sýnist góður hópur gamalla skólafélaga vera búsettan þar eða vera að flytja þangað ..... bara gaman að því. Hef tekið frá 1.september fyrir gott partý....

 Kveðja

Brynja Björg

Brynja (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 22:19

30 identicon

Þetta er alveg stórskemmtilegt, takk fyrir framtakið

Já hvað hefur maður verið að gera síðastliðin 20 ár!!!!!! Fór í Versló, eftir stúdent lá svo leiðin til Þýskalands þar sem ég dvaldist í 6 ár og náði mér í háskólagráðu í leiðinni hef síðan unnið við fagið sem ég lærði (landakortagerð með áherslu á landupplýsingakerfi).  Þetta segir ykkur kannski ekki mikið við hvað ég fæst en GPS kort, leiðabestunarkerfi og svo vefsjár eins og GoogleMap tilheyra þessu.  Þannig að ég varð að tækninörd eftir Versló.  Síðastliðin ár hef ég aðallega verið dugleg að eignast börn en Vífill er elstur 8 ára, svo kemur Sindri 5 ára og að lokum Stefanía Guðrún 3 ára. Búinn að vera með manninum mínum nú í nær 16 ár og höfum við komið okkur fyrir í Ásahverfinu í Garðabæ með góðu útsýni yfir æskuslóðirnar. 

Ætla að fara að gramsa í gömlu myndaalbúmunum og finna nokkrar myndir af ykkur

kveðja,

Íris Anna

Íris Anna Karlsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:40

31 identicon

Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni um hvað þetta er frábært framtak og flott síða. Manni hlýnar alveg um hjartaræturnar að heyra fréttir af gömlum skólafélögum og hlusta/horfa á Villi Manilli. Ahhaa..good times. Vantar bara Limahal.

Ég bý í Vesturbæ Reykjavíkur og er velgift tveggja stráka mamma.  Hitti alltof sjaldan Hafnfirðinga..

Allavega. Drífa Rhodes (1.V- 9-Mjúl) biður að heilsa Benna Le Bon og öllum hinum. Nú er bara að plana gott gigg gömlu bekkjarfélagar fyrir hittinginn!

Drífa Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:44

32 identicon

Hæ allir saman. Fínt framtak, var á báðum ríjúníonunum sem hingað til hafa verið haldin - mánaðarmótin október nóvember það herrans ár 1997 og svo um það bil sex árum síðar, í mars 2003, bæði haldin í Haukahúsinu (sem einhverjir vilja kalla Bjarkarhús í dag!). Gaman í bæði skiptin en mætingin var hins vegar betri í fyrra skiptið. Hvað mig sjálfan varðar þá starfa ég í dag á Bókasafni Hafnarfjarðar, geng þar í flest störf með bros á vör. Ég lærði almenna bókmenntafræði við H.Í. (starfaði hér og þar inn á milli en sjaldan lengi á neinum stað, helst Olís í sumarvinnunni!) og eftir það sneri ég mér að blaðamennsku. Skrifaði meðal annars fyrir Hús & híbýli, Vikuna, DV, Fréttablaðið, vonda DV (jú nó, eftir gjaldþrot gamla DV, Mikki Torfa að sýna rassgatið á sér, það er að segja sína réttu ásjónu), Morgunblaðið og svo ýmsa aðra í verkefnum, Sportblaðið til að mynda, en þar kom einn Benedikt Grétarsson einnig við sögu og þá með sóma eins og honum er líkt - hefði orðið góður blaðamaður sá drengur hefði hann lagt það fyrir sig. En ég fékk nóg af blaðamennsku enda minna starfskjörin þar oft á ómennsku. Ég er búinn að vera á bókasafninu í eitt og hálft ár, launin hafa bara versnað en það er hins vegar gaman í vinnunni og það skiptir miklu. Svo fer maður í blaðamennskuna seinna, þegar innri þráin kallar. Annars á ég góða konu sem heitir Ásdís Erla, er frá Akureyri, og erum við búin að vera saman síðan 1998 og eigum tvö börn, Elísu Rún, fædd 1999, og Val Áka, fæddan 2003. Hef að mestu búið í Hafnarfirði, fyrir utan smá tíma í Kópavogi og svo á hinum ömurlegu Stúdentagörðum, en svo var það aftur Fjörðurinn og þar mun ég verða áfram! Framtíðin snýst að mestu um morgundaginn, dagurinn var fínn, vonandi verður morgundagurinn ekki síðri, jafnvel betri. Hlakka til að sjá sem flest af ykkur - við erum alltaf að verða betri, fallegri og gáfaðri með hverju árinu sem líður. Engin spurning um það.

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:46

33 identicon

Sæl öllsömul,

Þar sem mér sýnist karlpeningurinn vera í miklum minnihluta á meðal pennanna hérna inni þá ætla ég að leggja mitt lóð á vogarskálarnar.  Þetta er gott framtak sem þið standið fyrir, bæði að koma upp þessari síðu svo og standa fyrir endurfundum (en það er einmitt íslensk þýðing á reunion ).

Hvað mig varðar þá fór ég í Versló eftir Víðó, hey hljómar vel, ekki satt ?  Eftir Versló fór ég í sálfræði í HÍ ásamt samskólungi, nágranna og gömlu vini mínum Marinó A. Jónssyni.  Eftir útskrift þaðan fór ég að vinna hjá Heildversluninni Innnes og starfa þar enn í dag sem markaðsstjóri, en fyrirtæki þetta færir ykkur einmitt Maarud snakk, Hunt's vörurnar, Gevalia kaffið, Filippo Berio ólífuolíurnar, Orville popp, Toblerone og margt margt fleira.  Þið hugsið kannski til mín næst þegar þið setjist við matarborðið eða gúffið í ykkur snakki fyrir framan kassann

Ég er giftur og á eina dóttur sem er 7 ára og heitir Þórunn í höfuðið á mömmu minni, við hjónin hófum búskap í Reykjavík, færðum okkur svo í Lindarhverfið í Kópavogi en erum nú komin á besta stað í heimi, þ.e.a.s. í Hafnarfjörðinn og búum þar í Setberginu.  Mér tókst að plata konuna mína, sem er Reykjavíkurmær, smátt og smátt í Fjörðinn og nú förum við aldrei þaðan.  Það besta við þetta allt saman er að ég sé FH merkið á Kaplakrikahúsinu útum gluggann hjá mér og er það vel.

En annars, ég hlakka til að sjá ykkur á endurfundunum seinna á árinu, að öllu óbreyttu mun ég svo sannarlega mæta.

Sigurður Þór Björgvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:51

34 identicon

Heil og sæl!

Eftir stutta og hnitmiðaða frásögn Sigga Þórs hér að ofan af fyrstu 12 árum mínum eftir Víðó, þá þykir mér líklegt að margir iði í skinni eftir að heyra framhaldið ... svo hér er seinni hluti ævisögunnar:

Eftir sálfræðina rann upp fyrir mér að hún myndi seint gera mig ríkan (þó hún sé mögnuð að öðru leyti!), svo ég skellti mér í HR og lærði þar kerfisfræði í 2 ár.  Síðan þá hef ég unnið samfellt við hugbúnaðarþróun og stýri núna hópi sem kallast Stoðkerfaþróun Tæknisviðs (tm) hjá Símanum.  Okkar hlutverk felst að mestu í því að smíða upplýsinga- og umsýslukerfi fyrir ADSL, viðskiptavinum Símans til heilla.

Af einkahögum er það helst að segja að ég bý í óvígðri sambúð við Bergstaðastræti með rauðhærðri Skagamær.  Sambandið hefur staðið í rúm 8 ár án teljandi barneigna - en ég hef heyrt að börn séu oft ágæt, þannig að maður fer kannski að drífa í þessu!  Síðustu misserin höfum við stundað það að mála heiminn rauðan í góðum fíling - en nú skutum við aldeilis í fót því við verðum á vappi um norðurhéruð Indlands nákvæmlega þegar endurfundirnir góðu eru áætlaðir :'(

Ég óska ykkur (samt) góðrar skemmtunar í haust og hlakka til að heyra af gleðskapnum þegar ég sný aftur.

ps. LeBon, ef breyta þarf tímasetningunni þá kem ég úr fríi 16. sept ;)


Marinó A. Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 19:01

35 identicon

Heil og sæl.

Snilldar framtak og skemmtileg lesning hér á síðunni.

Af mér er það að segja að ég hef búið á Selfossi síðustu 7 árin. Hér er rólegt og gott að vera nema helst síðdegis á föstudögum þegar borgarbúar fara hér í gegn. Ég bý hér ásamt manni mínum Ágústi Guðjónssyni sem er innfæddur og fjórum dætrum okkar. Þær heita Ásdís f. 1999, Brynhildur f. 2000, Helena f. 2002 og Katrín f. 2005. Flottur hópur og alveg að fíla diskóið hér á síðunni.

Eftir Víðó kláraði ég student frá FG (byrjaði í Flensborg). Svo fór ég í draumanámið og settist á skólabekk á Bændaskólanum á Hvanneyri. Þar lærði ég um kýr og kindur, hesta, kanínur, örlítið um tamningar, fóðrun, áburð, skógrækt og skipulag ofl.ofl. Þetta var skemmtilegur tími og maður kynntist mörgu undarlegu. Þar sem ég var búin að læra um það sem snýr að útiverkum í sveitinni ákvað ég að fara í Húsmæðraskóla að læra að prjóna og elda mat. Það gekk vel.

Í gegnum árin með skóla og eftir hef ég stundað ýmis störf m.a. við afgreiðslustörf, gróðarstöð, vinnukona norður í Eyjafirði, skúringar, fiskvinnnsla í Hvaleyrinni gömlu.

En síðustu 7 árin hef ég verið heimavinnandi húsmóðir, átt stelpurnar mínar og tók með barneignum grunnskólakennarann í KHÍ sem ég kláraði í fyrra. Þetta fer vel saman að vera í fjarnámi og eignast börn, trúið mér. Hér á Selfossi er gott að vera, rólegt og þægilegt, stutt í sveitina en þar eru hestarnir okkar (fjölsk.áhugamálið) og meira segja þá eru bara 50 km í bæinn!!

Jæja þetta ætti að vera gott í bili. Það verður spennandi að hittast í haust, hlakka allavega mikið til. Og bekkjarpartý - bara stuð.

Knús,

Margrét Drífa

Margrét Drífa Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 01:17

36 identicon

Sæl verið þið.

Þegar ég hitti einhvern sem ég hef ekki hitt í mörg ár, þá kemur fyrir að ég segi við viðkomandi "Þú varst ekki svona"
Ég var ekki svona, er orðin sköllóttur og feitur.

Af mér er allt hið bærilegasta.  Ég er einhleypur og bý í Reykjavík.  Mitt áhugasvið er margt tengt landbúnaði.
Eftir Víðó þá prufaði ég Flensborg í rúmt ár.  Fór þaðan í Bændaskólan á Hvanneyri.  Síðan lærði ég hagfræði og viðskiptafræði varðandi landbúnað í Danmörku.  Núna í dag vinn ég við að selja bændum ýmislegt sem þeim vantar til bústarfanna, hjá fyrirtæki sem heitir Vélaborg ehf.

Vona að ég geti mætt í haust.  September er mánuður smalamennsku hjá mér. Blessuðu ærnar verða að komast til byggða fyrir veturinn.

Kveðja
Gunnlaugur Egilsson

Gunnlaugur Egilsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 23:32

37 identicon

Hey!

Þetta er frábær síða! Ég hef skemmt mér konunglega við lesturinn og myndir af allskyns andlitum poppa upp í huga mér. Meiriháttar flott vinna hjá ykkur! Það er greinilega mikil stemmning fyrir hittingnum þarsem ég hitti hana Þórunni á Sólvangi fyrir alllöngu. Hún benti mér á þessa síðu, sem hún hefur eytt miklum af sínum vinnutíma í að skoða (er læknaritari :-)). Ég verð að segja það, að þetta kom allverulega skemmtilega á óvart! Þetta er í fyrsta sinn sem mér er boðið á hitting (tvö skot á barnum Benni ) og ég hlakka mikið til.

Ég er búin að vera að bralla allskyns hluti síðan ég sá ykkur síðast. Fór í Flensuna en varð leið á henni, yfir í FG, svo í inðhönnun í Iðnskólanum, þaðan í söngnám í FÍH og endaði svo sem hjúkrunarfræðingur (lét drauminn rætast og stóð við minningarbókina eins og Heba). Síðastliðin 10 ár hef ég lært og unnið við barnahjúkrun í Danmörku, flutti mig síðan eitt ár til Grænlands en er nú komin heim á Klakann. Ég lærði einnig óhefbundnar lækningar, chinese medicin (nálastungur) ofl og er að opna stofu heima (allir velkomnir á tilboðsverði ). Þegar Benni Lebon hringdi í apríl, lá ég á fæðingardeildinni, nýbúin að eignast mitt fyrsta barn. Hún heitir Freyja og er hálfur dani. Okkur pabba hennar tókst ekki að búa til fjölskyldu, svo nú er ég einstæð móðir á Íslandi (eitthvað svo íslenskt). Hef nú ekki orðið svo heppin að gifta mig né byggja hús á Völlunum. Keypti mér hæð í gömlu húsi í vesturbænum (Hafnarfirði -að sjálfssögðu) og líður mjög vel þar. Er með þessa líka fínu nágranna (Örvar og konu hans Sirrý). Ég mæli með að hittast í október, svo ég nái að skafa af mér óléttufituna og passi í einhver föt...hehe...

Hlakka til að hitta ykkur með vöfflur í hárinu og grifflur á höndum......góð hugmynd með bekkjarpartý fyrst! 

Sjáumst! Gyða Pálsd. 

Gyða Pálsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:46

38 identicon

Heil og sæl öll sömul, frábær síða...

Já hvað hefur maður gert í þau 20 ár sem eru síðan maður fór úr víðó??? Er einhver búinn að prófa að telja aftur? Getur þetta virkilega verið rétt?  20ár......... Ja 21 ár í mínu tilfelli, ég fór nefnilega eftir 8 bekk og tók 9 bekkinn á Alþýðuskólanum á Eiðum.  En eftir það var þetta bara eins og hjá svo mörgum, fyrsta árið í Flensborg og næstu í FG.

Eftir að ég hætti í FG þá lærði ég bakarann og fór því næst til Danmerkur og lærði Kökuskreytingar og útskrifaðist sem Konditor ´98.  Þar kynntist ég konunni minni ( í gufubaði, ekki hægt að toppa það)  Hún heitir Ingveldur og er Hjúkrunarfræðingur úr Reykjavík.  Ég elti hana heim til Íslands og á fyrsta stefnumóti hér þá bauð ég henni í göngutúr um Hafnarfjörð og bræddi hana algjörlega.  Hér höfum við svo búið fyrir utan eitt ár á Ísafirði. Við eigum tvo drengi Erling Ísar f.2001 og Birkir Gunnar f. 2006

Árið 2003 áttaði ég mig svo á því að vera með fjölskyldu og vinna á nóttinni var ekki alveg að ganga svo ég hætti að baka og byrjaði í Garðyrkju,  og útskrifaðist í fyrra sem Garðyrkjufræðingur og vinn við það í dag,  útivinna og dagvinna, bara hamingja......

 Takk fyrir að fresta endurfundunum því ég kemst þennan dag.  Hlakka til að sjá ykkur og það mættu fleiri strákar fara að tjá sig hérna,  er ég ekki sá fyrsti úr xinu? Annars vantar fleiri myndir með nöfnunum hérna,  ég er svo lélegur að muna nöfn en ég man andlit og það eru bara örfáir sem eru búnir að skrifa hérna sem ég man eftir.  Verð að rifja þetta upp þegar við hittumst (spurning um að vera með nafspjöld)

Sjáumst hress, kveðja, Viðar Jakob Gunnarsson

Viðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:15

39 identicon

Sæl öll sömul - ég er farin að halda að á hverju ári sé á fimm ára fresti því mér finnst við nýbúin að halda reunion :)

Af mér já...Ég ákvað að halda til Reykjavíkur fyrir tuttugu árum og valdi skólann þar sem strætó stoppaði fyrir utan, eða Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist ég svo fjórum árum síðar og hvarf þá áð mestu frá Hafnarfirði. Hef þó komið í styttri heimsóknir með reglubundnu millibili æ síðan. Ég flutti til Fáskrúðsfjarðar með vinkonum 1991, vann á sumrin á Snæfellsnesi á gistihúsi, fór til Parísar 1992 -1993, aftur á Snæfellsnes og til Fáskrúðsfjarðar til að vinna í fiski í atvinnuleysinu. Eftir mikla atvinnuleit og stutt stopp í starfi í mötuneyti Pósts og síma sá ég þann kostinn vænstan að mennta mig meira og vildi láta gott af mér leiða. Leiðin lá í félagsráðgjöf og eftir útskrift fór ég að vinna hjá Reykjavíkurborg þar sem ég hef unnið síðan. Fyrst við félagslega ráðgjöf en svo við stefnumótun og áætlanagerð í Ráðhúsi Reykjavíkur og núna á Velferðarsviði borgarinnar. Ég er alltaf einhleyp en eignaðist stelpu sem verður 3ja ára í haust og við fluttum í sveitina í Grafarholti fyrir skemmstu.  

Við sjáumst í  haust vonandi - ég veit ekki hvort ég geti vafflað á mér hárið en ég gæti reynt að blása vængina í það....

Bestu kveðjur, Mæja úr U/Y.

María Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 22:06

40 identicon

Sæl öll sömul,

Það er mikið gaman að lesa um alla og skoða myndirnar. Af mér er þetta að frétta....eftir níunda bekk fór ég í Iðnskólan í Reykjavík var þar í eitt ár. 'Akvað ég að koma mér nú til Bandaríkin sem ég svosem vissi að ég myndi enda með að gera. 'Akvað að læra auglýsinga teiknun, gerði mest lítið með það nám. Fór svo í hárgreiðslunám. Hitti amerikanó, þá giftist honum og átti tvö yndisleg börn sem heita Jeremiah 14 ára og svo Alexandra 11 ára. Nú svo skildum við og eftir það byrjaði góða lífið ; )

'Eg giftist elskunni minni honum Erlend Eirikssyni. Flestir þekkja hann sem Lendi. Hann er úr Víðó líka. Við eigum yndislegan dreng sem er að verða 3 ára og heitir hann Kristófer. Síðan hann fæddist hef ég verið heima við. Við eigum heima í Minnesota í Bandaríkjunum, ekki svo langt frá The famous Mall of America.

Nú er þetta orðið ansi langt hjá , allavega þá kemur skemmilega til að ég verð heima á þessum tíma þannig að ég hlakka mikið til að sjá alla hressa og káta. (þið fyrirgefið stafsettinga villur, ég er búin að vera í bandríkjunum í 19 ár ;)

kveðja

Elfa Magnúsdóttir

Elfa M. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:50

41 identicon

Það er nú svo gaman að lesa það sem á undan er ritað að ég verð að vera með.

 Mín leið hefur nú verið frekar hefðbundin frá vorinu '87.  Flensborg tók við og var það nú bara býsna góður tíma þegar horft er til baka.  Ýmislegt var nú gert á þeim árum.  Eftir það fór ég að vinna í Eymundsson ásamt Helgu Leu vinkonu minni. Mér var nú farið að leiðast að vinna í búð og ákvað að skella mér í nám, byrjað á tækniteiknum en það var ekki að gera sig og skipti þá yfir í læknaritun og hitti þar fyrir hana Þórunni Sigurðardóttur vinkonu okkar og við fórum í gegnum það nám saman. Hef ég unnið við það síðan eða frá '95 á Landspítala háskólasjúkrahúsi. 

Er búin að vera með sama manninum allar götur síðan í Flensborg og erum gift og eigum 2 börn, Andreu Sif '98 og Róbert Orra '02.  Byggðum okkur hús í Grafarvogi og fluttum þangað '96 og höfum verið þar síðan.  Virðist skera mig allmikið úr að eiga ekki hús á Völlunum.  Ég ætti kannski að fara að byggja aftur.  Vonast til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,

Lilja X-ari

Lilja Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:12

42 identicon

Jæja, nú er komið að mér.

Það tók mig langan tíma að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Eftir Víðó fór ég í Flensborg og kláraði stúdentinn, fór svo í 2 ár Iðnskólann í rafeindavirkjun, þaðan lá leiðin í tækniskólann en var þar í 1/2 vetur í rafeindatæknifræði.  Var í einn vetur í skrifstofunámi og fór að því loknu að vinna hjá Verlunarráði Íslands, þar fann ég loksins út hvað ég vildi verða. Fór í Háskólann og lærði Viðskiptafræði á Endurskoðunarsviði og kláraði það loksins í janúar 2002.  Með námi vann ég í 9 sumur við að malbika og eitthvað vann ég í fiski á milli, ásamt því að vinna 2 ár hjá Verslunarráði.  Eftir skóla vann ég hjá KPMG Endurskoðun í 5 ár en er núna komin í fjörðinn í nýstofnað endurskoðunarfyrirtæki; Apal ehf.  Þar vinn ég við að gera ársreikninga, skattframtöl og endurskoðun fyrirtækja. 

Ég er búin að vera með mínum manni, Marel Erni Guðlaugssyni, í 16 ár og búum við á Holtinu í Hafnarfirðinum.  Við eigum 4 börn, Magna (5.8.1998), Aron Frey (25.1.2000), Evu Vigdísi (30.4.2004- dó stuttu eftir fæðingu með alvarlegan nýrnasjúkdóm) og Ævar Örn (27.11.2006).  Áður en ég veit af verð ég orðin minnst á þessu heimili og strákarnir mínir fara allir að gnæfa yfir mig, tíminn er svo fljótur að líða.  Þessi 20 ár frá Víðó voru allavega fljót að líða.

Sjáumst , kveðja Hafdís

Hafdís Hafberg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:41

43 identicon

Jæja fyrst Hafdís er búin þá ákvað ég að drífa mig að skrifa nokkur orð frá mér. Ég er ein af þeim sem er búin að vera að lesa en hef ekkert skrifað.

Ég fór í Flensborg og svo beint í hjúkrun eftir það. Vann á St. Jósefs hér í bæ, svo lá leiðin til Akureyrar og svo aftur á St. Jósefs. Ég kynntist manninum mínum Jónatani fyrir 9 árum og eigum við 3 börn. Þau eru Bjarki Steinn 7 ára, Steinar Logi 4 ára og Ásta Kristín 4 mánaða. Eins og flestir hér að ofan þá tókst mér að lokka manninn minn í Hafnarfjörðinn eftir að hafa búið í Kópavogi í 6 ár. Flutti aftur á æskuslóðir mínar í orðsins fyllstu merkingu og Guðrún Leifs sem kenndi okkur þegar að við vorum 7 ára kennir nú syni mínum í Engidalsskóla og er alveg jafn ljúf og hún var.Það er alveg frábært að lesa hvað fólk er að gera hérna. Flott hjá þér Benni!

Bestu kveðjur, Dóra

Dóra María (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:42

44 identicon

Hej allesammen! Frábært framtak og gaman að fá að taka þátt! Á 20 árum hef ég tekið mér góðan tíma til að prufa eitt og annað. Fór hina óhefðbundu leið í lífinu. Menntun, börn, menntun, barn, menntun,  karl með barn, menntun og barn

 Við nánari útskýringu; þá byrjaði ég á því að fara í Flensborg eins og margir aðrir. Síðasta árið í þeirri heillandi byggingu ákvað ég að verða mamma, fæddi ástarmola nr. 1 (Hlynur 16 ára) og missti þar með af Cancun útskriftarferðinni frægu þar sem sumir “hyggede sig” einum of mikið. Eftir það vann ég ýmis störf og ól annan ástarmola (Andri 13 ára). Skellti mér síðan í lyfjatækninámið og kláraði það árið ‘96. Vann sem lyfjatæknir í Delta og Lyfja í nokkur ár en leiddist frekar mikið
 Árið 2000 fæddist ástarmoli nr. 3 (Sara 7 ára) og þar með ákvað ég að drífa mig í forritun í NTV. Þaðan lá leiðin í HR þ.e. Bs. í Tölvunarfræði. Eftir að hafa verið einstök mamma í mörg ár ákvað ég eins og önnur nútíma íslensk stórmenni, að ráðast í víking. Ísland var orðið of lítið og ekki mikið um úrval af ólofuðum og góðum íslenskum karlmönnum. Tók ég þátt í innrási íslendinga í Danmörku og meðan önnur íslensk stórmenni keyptu upp dönsk fyrirtæki, nældi ég mér í danskan fyrirmyndar mann sem er líklega besti landvinningur sem nokkur íslendingur hefur gert í Danmörku á síðari árum. Hann heitir Nicolai og vinnur sem flugmaður hjá Sterling. Hann hafði líka einn ástarmola í farartaskinu (Albert 7 ára). Við eigum semsagt núna slot í Köben rétt við Christianshavn en þar stunda ég masternámi við ITU í “Digital design og kommunikation”. Í ár fæddi við okkar fimmta ástarmola (Anton 10 mánaða) og giftum okkur á Íslandi í blíðskaparveðri.  

Vi ses snart, knus Guðrún Hulda Jónsdóttir fra Þ.

Gudrún Hulda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 06:19

45 identicon

Eins og fram hefur komið margoft hér að ofan þá á JellyJoker nr.1 (hér er að sjálfsögðu átt við Jim (aka. Sigtryggur) eða LeBon eins og hann vill láta kalla sig núna) heiður skilinn fyrir framgangs sinn á hinum WíðáttumiklaWeraldarWef. Benni, þú rúlar!

Annars er ferilskráin mín í grófum dráttum svona:

Menntun: Víðó, MR, HÍ en eftir "nokkra umhugsun...", Tækniskóli Íslands og svo Tækniskólinn í Aarhus þaðan sem ég loksins útskrifaðist sem véltæknifræðingur.

Vinna: APV Unit Systems - Brewery í Danmörku og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf í Reykjavík þar sem ég vinn enn.

Konur: Það ætti öllum sem voru með mér í skóla að vera það ljóst að ekki er um auðugan garð að gresja í þessum efnum. Karlinn er þó hamingjusamlega kvæntur Steinunni Jónasdóttur, sérlega ættgóðri konu úr höfuðstaðnum (RVK).

Börn: JODA (Jónas Orri DAníelsson) 5 ára, en nafnið á rætur sínar að rekja til taumlausrar áhorfunar á StarWars heima hjá Danna Frey, og JOMA (JÓhanna MArgrét Daníelsdóttir) 2 ára.

Það þykir mér sérlega slæmt að missa af komandi atburði en ég hef í bréfi til bekkjarfélaga minna lofað að lyfta glasi ykkur öllum til heiðurs næstkomandi laugardagskveld.

Þakka þeim sem hlýddu, lifið heil!

Danni Gísla (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:41

46 identicon

Hver laug því að það séu 20 ár síðan, getur ekki staðist því millet úlpan passar ennþá.

Og hvað hefur maður afrekað, jú lærði kokkinn eftir að ég var laus við skólastjórann í víðó, byrjaði fyrst í skútunni í hfj og endaði í djamminu á Gauk og stöng, fór þaðan eftir útskrift úr kokkaskólanum á nokkra staði á höfuðborgarsvæðinu og endaði sem yfirmaður á hard rock café og var þar í um 2 ár. Í dag er ég í rekstri á fiskverkun í hafnarfirði sem sendir ferskan fisk út í heim en er að fara að færa mig hinum megin við borðið og ætla að fara að vinna við að selja ferskan og frosinn fisk hjá stóru fyrirtæki í henni reykjarvik. Kynntist minni konu í sjoppu í reykjarvik rétt um 17 ára þegar ég og Steini Diskó vorum í stanslausum partýum niðri höfðatúni en Steini átti kærustu þar og var stutt í sjoppuna þaðan til að kaupa blátt nizza og kók. Eftir þau kynni var eins og ég hafi frelsast og var orðin hinn prúðasti fermingardrengur við 18 ára aldurinn. Bjuggum við saman í höfuðborginni í nokkur ár eða þar til að við keyptum í sveitinni á álftarnesi og búum við þar enn ásamt rollum, hestum, gæsum og öllum hinum dýrunum í skóginum. ÉG tók eftir í kynfræðslunni því barneignir voru ekki á dagskrá hjá okkur fyrst um sinn og var ullarsokkurinn óspart notaður í þeim tilvikum sem við átti, því konan var í lögfræðinámi og ákváðum við því að hinkra aðeins með barn svona fyrst um sinn. Guð ég hefði átt að byrja fyrr á því að koma með erfingja en í dag eigum við 2 stk jafn gömul, strák og stelpu, Björgvin og Sóldís Marja. Fædd á sama tíma ( smá fyrir tíman ca 3 mán ) og eru tvíburar( skrýtið ) ég bað bara um eitt. Í dag snýst líf manns um að koma grislingum til dagmömmu, vinna, kaupa í matinn, sækja grislinga til dagmömmu og afsaka af hverju þau eru svona miklir brálæðingar, hugsa um hvað á að vera í matinn, já þó maður sé lærður í þeim spekjum þá er ekki sjálfsagt að börnin vilji le foie gras eða pommes frites og svo koma þeim í háttinn, kannast ekki einhver við þetta please. 

Það verður gaman að hitta annað fólk  og rifja upp þegar maður var ungur og vitlaus, tala nú ekki um að hitta Benna og fá snafsinn sem hann er búinn að lofa öllum.

Þetta verður hin mesta skemmtun 

P.S á að mæta í milletinum

Hilsen Beggi hinn aðflutti

Áfram Duran Duran 

Bergþór Júlíusson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Víðó-class of ´87

Höfundur

Simon LeBon
Simon LeBon

Nýjustu myndir

  • ...2982_edited
  • ...2981_edited
  • ...img_2980
  • ...2979_edited
  • ...img_2976

Spurt er

Hvernig tónlist á að spila 13.okt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband