Dagsetning ákveðin

Loksins, loksins, loksins !!

 

Við erum búin að negla niður dagsetningu sem ekki verður hætt við.

 

13 október er dagurinn sem við ætlum að hittast.  Takið kvöldið frá í dagatalinu og byrjið að gramsa eftir krumpu-járninu og legghlífunum.

 

Nánari dagskrá verður auglýst hér bráðlega og ég vil endilega hvetja fólk til að tjá sig hér inni og senda mér myndir.

 Vil vekja athygli á skoðanakönnun hér til vinstri við myndirnar. Hvet fólk til að taka þátt.

 

Og í lokin ætla ég að vitna í Svölu Björgvins í klassísku jólalagi..."Mér hlakkar svo til" Smile

(bið íslenskufræðinga afsökunar á þessari stafsetningu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stuð ! 

Mæti ferskur

Johnny (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:25

2 identicon

Yes!

Panta barnapíuna strax!

Sjáumst hress 

Gyða (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:55

3 identicon

Hjúkk, ég komst í gegnum ruslpóstvörnina  

 Það hryggir mig meira en orð fá lýst að sjá þessa dagsetningu, kæri Le Bon, þar sem ég verð erlendis á þessum tíma   Ég hafði í hyggju að mæta en nú verð ég bara að vera með ykkur í (vín)anda, þið farið hægt í sakirnar, þið eruð ekki eins ung og þið voruð einu sinni

Góða skemmtun,

Limahl.

Sigurður Þór Björgvinsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 08:44

4 identicon

Djö !

Slaufar þú ekki bara utanlandsferðinni Siggi minn?

Annars er það "kostur" að svona langt er um liðið. Þetta þýðir að á 5 ára fresti er alltaf "stóráfangi" hjá okkur.

Þú mætir ferskur í 25 ára reunion Siggi. Passaðu þig bara á því að bóka engar ferðir árið 2012.

Ben Lebon

LeBon (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:20

5 identicon

Það hefur hvarflað að manni að hreinlega sleppa ferðinni fyrir svona frábært gill, sérstaklega þar sem maður sér stemmninguna magnast með hverju augnablikinu.  Minn bekkur ætlar greinilega að gera þessu góð skil þannig að þetta er erfitt.

Það er rétt, Benni, að ég verð klár á 25 ára endurfundunum, ég er á leiðinni í æfingabúðir strax eftir helgi

 Góða skemmtun öll.

Siggi Þór.

Sigurður Þór Björgvinsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Víðó-class of ´87

Höfundur

Simon LeBon
Simon LeBon

Nýjustu myndir

  • ...2982_edited
  • ...2981_edited
  • ...img_2980
  • ...2979_edited
  • ...img_2976

Spurt er

Hvernig tónlist á að spila 13.okt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband