Takk fyrir síðast !

Takk fyrir frábært kvöld.

 

Vonandi hafa allir skemmt sér vel (ég veit að ég skemmti mér a.m.k mjög vel)

 

Það voru teknar fullt af myndum um kvöldið og við munum senda ykkur upplýsingar hvar hægt er að nálgast þær, um leið og þær eru tilbúnar (og ritskoðaðar !)

 

Sjáumst eftir 5 ár, 41 árs og einhverjir orðnir afar / ömmur. LoL

 

 

Endilega smellið á "athugasemdir hér að neðan og tjáið ykkur um kvöldið góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og takk fyrir síðast.

 Þetta kvöld var bara algjör snilld og rosalega gaman. Fínt að hafa bekkjarpartýin á undan til að hrista saman liðið. Annars virtust allir hristast vel "saman".

Bara takk einu sinni enn fyrir meiriháttar skemmtun og þið skemmtinefndin eruð hér með tilnefnd til að sjá um þetta aftur að fimm árum liðnum!!!!

Stína (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:56

2 identicon

Já, ég verð að taka undir það sem Stína skrifar að ofan. Þetta var alveg meiriháttar skemmtilegt kvöld! Er enn í vímu og lifi sko lengi á þessu. Hlakka til að hitta ykkur eftir 5 ár aftur og ég er sammála, frábær skemmtinefnd sem er búin að vinna mjög góða undirbúningsvinnu. Það er ykkur að þakka að mætingin var svona góð og fólk vel upplagt. Hefði verið allt öðru vísi að mæta einn beinn á Gaflinn án þess að hittast í partýi á undan....tala nú ekki um fŕabæru rútuferðina okkar!

Sjáumst!

Gyða. 

Gyða (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:54

3 identicon

Takk kærlega fyrir mig

aldeilis gaman að tjútta með hópnum á Gaflinum, skemmtinefndin á hrós skilið fyrir frábærar undirbúning það er alveg á hreinu.  Hlakka til að sjá ykkur eftir 5 ár

sjáumst hress

Tinna

Tinna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:16

4 identicon

Takk öll fyrir frábært kvöld, þetta var með eindæmun vel heppanað. Held að fyrirpartýið hafi gert gæfumuninn. Þar gat fólk leyst um málböndin og svona.

Gaman að heyra að allir skemmtu sér vel. Ég er strax farin að hlakka til 25 ára endurfundar..

Sjáumst í stuðinu..

kv.

E

Erla Björk Hjartardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:21

5 identicon

Takk fyrir mig, þetta var mjög gaman, sammála með bekkjarpartýin. Sjáumst hress eftir 5 ár.

kv. Anna Hjalta.

Anna Hjalta (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 16:13

6 identicon

Verð að hrósa Adda og Jón Berg sérstaklega fyrir að rifja upp hliðarhopps-seríuna sem þeir voru einmitt frægir fyrir.

Virðing til Robba Ben. sem sýndi ótrúlegt "þol"   og einnig til þeirra sem sem flugu frá útlöndum til að vera með okkur.

love ´ya all

Benni

Benni Grétars (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:44

7 identicon

Hæhó já uss uss! fór laglega yfir strikið:o/ týndi símanum og alles, en ekki alveg í fyrsta skipti:o) Skemmti mér frábærlega vel, allavega fyrir kl 12, og rosalega gaman að hitta allt þetta lið sem maður rekst mjög sjaldan á. 5 er alltof langt á milli, væri gaman að hafa hitting á ársfresti og drekka kannski einum bjór minna:o).

Kveðja Robbi.

Robbi Ben (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:26

8 Smámynd: Simon LeBon

Ekki má gleyma því að færa Ásgeiri Pál sérstakar þakkir fyrir afnot af græjunum sínum.

Takk Ásgeir og gangi þér vel í óperunáminu ! 

Simon LeBon, 19.10.2007 kl. 09:12

9 identicon

Sæl öll sömul,

'Eg þakka innilega vel fyrir mjög skemmtilegt kvöld.  Það var yndislegt að sjá alla og vonast ég bara til að geta verið viðstödd næst.  Skemmtinefndin þið stóðuð ykkur vel!!!

kveðja Elfa 

Elfa Magnusdottir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:37

10 identicon

Hejsa!Ótrúlegt kvöld! Geðveikt gaman að heimsækja ykkur á klakann og sjá að það hefur lítið breyst síðastliðin 20 ár. Kærar þakkir skemmtinefnd fyrir frábærlega dagskrá sem stóð svo sannarlega undir væntingu Ég vildi einnig sérstaklega þakka Tinnu fyrir móttökuna á Þ-inu, það var alveg rosalega gaman að heimsækja þig! Næsta skipti held ég að ég sleppi eftirpartýinu, úff...!!..flugið til Köben var í þoku Hlakka til að heimsækja ykkur eftir 5 ár, gangi ykkur öllum vel.

Knus Guðrún

Guðrún Hulda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 06:56

11 identicon

Góða kveldið.

 Ég vil þakka kærlega fyrir frábært kvöld. Mjög skemmtilegt partý hjá Tinnu, mjög skemmtileg rútuferð og frábæra skemmtun um kvöldið á Gaflinum. Sérstaklega gaman að hitta ykkur öll.

Skemmtinefndinni sendi ég bestu þakkir.

 Ég hlakka til að hitta ykkur aftur.

 Gangi ykkur vel og farið varlega.

Kv. EE 

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:47

12 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Gott kvöld.
Mér tókst því miður ekki að mæta tímanlega í gleðina en um það leiti sem ég keyrði í hlað voru eftirlegukindurnar um það bil að detta í sama gír og þær voru í 1981.  Gaman að hitta ykkur sem voruð enn að djamma síðla kvölds og ykkur hin hlakka ég til að sjá næst þegar boðað verður til endurfunda.  Kveðjur frá jóðlaranum í Austurríki.

Ásgeir Páll Ágústsson, 30.10.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Víðó-class of ´87

Höfundur

Simon LeBon
Simon LeBon

Nýjustu myndir

  • ...2982_edited
  • ...2981_edited
  • ...img_2980
  • ...2979_edited
  • ...img_2976

Spurt er

Hvernig tónlist á að spila 13.okt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband